05.12.1972
Sameinað þing: 25. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1027 í B-deild Alþingistíðinda. (735)

285. mál, tryggingamál sjómanna

Heilbr:

og trmrh. (Magnús Kjartansson): Herra forseti. Ég hafði ekki búið mig undir að svara fsp. hv. þm. svo sem vert hefði verið, vegna þess að hann beindi henni ekki til mín. Hins vegar er það í sjálfu sér skiljanlegt, að menn ruglist í því, hvert eigi að heina fsp. um mál af þessu tagi, því að á síðasta þingi var tekin mikilvæg ákvörðun um tryggingar sjómanna með breytingu á siglingal., sem heyra hvorki undir hæstv. sjútvrh. né mig, heldur undir hæstv. samgrh. En ég vil gjarnan greina frá því í þessu sambandi, að heilbr.- og trmrn. hefur látið fara fram athugun á því, hvort ekki væri skynsamlegt að bæta við í almannatryggingalög sérstökum slysatryggingabálki, þar sem ekki væri um skyldutryggingu að ræða, heldur frjálsa tryggingu, og hugmyndin var þá sú, að sá réttur, sem samþykktur var sjómönnum til handa á síðasta þingi, yrði tryggður með þessum ákvæðum. Rn. var með tilteknar hugmyndir um, að þetta yrði hægt að framkvæma, og fól Guðjóni Hansen tryggingafræðingi að vinna þessar hugmyndir í aðgengilegan búning, og einmitt um þessar mundir eru fulltrúar frá Sjómannasambandinu, frá Farmanna- og fiskimannasambandinu, frá Landssambandi Ísl. útvegsmanna og frá eigendum farskipa að athuga þessar till., og það kemur væntanlega í ljós eftir nokkra daga, hvort samstaða gæti tekizt um þetta fyrirkomulag, sem mundi fela í sér verulega einföldun á milli þessara aðila.