12.12.1972
Sameinað þing: 28. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1100 í B-deild Alþingistíðinda. (810)

106. mál, viðbótarritlaun til rithöfunda

Menntmrh. (Magnús T. Ólafsson):

Herra forseti. Svar við fsp. hv. 5. þm. Rvík er þetta: Með bréfi til Framkvæmdastofnunar ríkisins 9. ágúst s.l. óskaði menntmrn. eftir því, að Framkvæmdastofnunin léti rn. í té upplýsingar um ákveðin atriði varðandi framkvæmd nefndrar þál., þ.e. fyrst og fremst nýjustu upplýsingar, sem liggja fyrir um árlegan söluskatt af íslenzkum bókum, frumsömdum og þýddum. Í nóvember skipaði svo fjmrh. n., er kauna skal, hver söluskattur af íslenzkum bókum muni vera ár hvert. Í n. eiga sæti: Bergur Guðnason lögfr., form., Svava Jakobsdóttir alþm., Örlygur Hálfdánarson bókaútgefandi og Knútur Hallsson skrifstofustjóri í menntmrn.

Hinn 8. þ.m. bárust menntmrh. umbeðnar upplýsingar frá hagdeild Framkvæmdastofnunarinnar með bréfi, dags. 6. þ.m. Framkvæmdastofnunin telur, að eigi sé unnt á svo skömmum tíma sem hún hefur haft til umráða að útvega nákvæmar upplýsingar um það efni, sem hér um ræðir, en hefur til bráðabirgða áætlað smásöluverð á bókum seldum og útgefnum á Íslandi allra síðustu ár.

N. sú, er fjmrh, skipaði, mun skila störfum í þessari viku. Tekið verður mið af niðurstöðum n. í tillögugerð af hálfu ríkisstj. við afgreiðslu fjárlaga, þó tæpast tímans vegna fyrr en við 3. umr. Er nú unnt að sinna því verkefni að semja reglur þær, sem í þál. greinir. Hafa Rithöfundasambandið og félög rithöfunda verið beðin að tilnefna fulltrúa til þess að vinna að samningu nefndra reglna í samráði við menntmrn.