24.10.1972
Sameinað þing: 6. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 229 í B-deild Alþingistíðinda. (90)

10. mál, lánveitingar Húsnæðismálastofnunar ríkisins

Forseti (EystJ):

Ég hygg, að allir hljóti að vera sammála um það, að hæstv. ráðh. svaraði þessu í eins stuttu máli og hugsanlegt er, en samt dugði ekki ræðutíminn, því að tvær mínútur eru fram yfir. Þetta sýnir, að fsp. mega ekki vera um svo víðtækt efni hver fyrir sig eins og hér er gert ráð fyrir, og mun ég vinna að því, að svo verði, í samvinnu við þm. og ekki leyfa fsp., sem eru mjög víðtækar. Verður þá að koma til álita, hvað hv. Alþ. vill í því efni. Menn verða heldur að skipta efninu í fleiri spurningar, til þess að þingsköp geti orðið virk. Ég vona, að hv. þm. skilji þetta og hafi samvinnu um að gera þessar umr. eins og þær eiga að vera. Þetta ætti að geta verið vandræðalaust, því að það má skipta í fleiri spurningar.