15.12.1972
Efri deild: 25. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1273 í B-deild Alþingistíðinda. (913)

110. mál, Lífeyrissjóður barnakennara

Fjmrh. (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti. Á þskj. 143 er frv. til I. um breyt. á l. nr. 85 frá 30. des. 1963, um Lífeyrissjóð barnakennara, og l. nr. 50 22. apríl 1967, um breyt. á þeim l., þar sem 1. gr. frv. hljóðar svo, með leyfi hæstv. forseta: „Upphæð makalífeyris er hundraðshluti af launum þeim, sem á hverjum tíma fylgja starfi því, er hinn látni gegndi síðast“

Frv. þetta gerir ráð fyrir breyt. á lífeyri til eftirlifandi maka sjóðfélaga í Lífeyrissjóði barnakennara til samræmis við breyt., sem Alþ. samþ. á síðasta þingi á l. nr. 29 1963, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Við meðferð frv. til l. um breyt. á l. á Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 29 1963, á s.l. þingi var tekin í lög breyt. á rétti maka til lífeyris, sem gilda skyldi frá næstu áramótum. Réttur maka til lífeyris hefur verið sá, að summa bóta úr almannatryggingum og úr lífeyrissjóði hefur verið tiltekinn hluti af launum sjóðfélaga. Þetta hefur valdið því, að launahækkanir ríkisstarfsmanna hafa hækkað líka makalífeyri, en hækkun bóta almannatrygginga ekki, þar eð greiðsla úr lífeyrissjóði hefur þá lækkað að sama skapi. Þessa reglu hafa margar ekkjur átt erfitt með að skilja. Þær hafa tekið með þökkum hækkunum, sem fylgt hafa launahækkunum, en þegar skrifað hefur verið í blöð um kjarabætur gamla fólksins vegna hækkunar bóta almannatrygginga, hefur þessum konum þótt súrt í broti, að fá hækkun einnar greiðslu, en sömu lækkun annarrar. Þessu ákvað Alþ. að breyta s.l. vor, eins og áður sagði, með l. nr. 49 1972, 2. gr. Sú breyt. var þó einungis gerð að því er varðar Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Eðlilegt þykir, að sama reglan gildi um Lífeyrissjóð barnakennara, enda er hann algjörlega sambærilegur. Frv. það, sem hér liggur til umr., felur í sér þá breyt. Æskilegt er, að frv. verði afgr. fyrir jól, enda á það ekki að þarfnast verulegrar athugunar, sbr. það, sem sagt hefur verið um meðferð málsins á s.l. vori.

Þetta eru þær skýringar, sem liggja að baki þessu frv., að hér er eingöngu um hliðstæða breyt. að ræða og gerð var á Lífeyrissjóði opinherra starfsmanna. Ég treysti því, að þó að seint sé, þá muni hv. d. hraða þessu máli, svo að það geti orðið að lögum um næstu áramót og ekkjur þær, sem þarna eiga hlut að máli, njóti sömu réttinda og þær ekkjur, sem njóta lífeyris úr Lífeyrissjóði opinberra starfsmanna.

Ég legg svo til. herra forseti, að málinu verði að lokinni þessari umr, vísað til 2. umr. og hv. fjhn.