15.12.1972
Neðri deild: 24. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1309 í B-deild Alþingistíðinda. (943)

122. mál, lán vegna framkvæmdaáætlunar 1973

Lárus Jónsson:

Herra forseti. Það er aðeins örstutt aths. Eftir að ég hafði lokið fyrri ræðu minni, tjáði Valur Arnþórsson, mér, formaður stjórnar Laxárvirkjunar, að sú tala, sem ætluð væri til Laxárvirkjunar, 47 millj. kr., væri að sínu mati allt of lág. Það mundi þurfa um 80 millj. kr. til þess að ljúka þessu verki, ef ætti að ljúka því. Og ég vil bara koma þeim tilmælum á framfæri við hv. fjhn., sem mun fá þetta frv. til skoðunar og athugunar, og hæstv. ráðh., að þeir kanni þetta mál og beiti áhrifum sínum til þess að leiðrétta það, ef þörf er á.