16.12.1972
Neðri deild: 25. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1332 í B-deild Alþingistíðinda. (974)

114. mál, verðlagsmál

Frsm. (Vilhjálmar Hjálmarsson):

Herra forseti. Efni það, sem þetta frv. fjallar um, hefur oft áður verið til meðferðar á Alþingi. Skipan 9 manna verðlagsnefndar, þeirrar er nú starfar, var ákveðin með lögum í nóv. 1967, skyldi sú skipan þá gilda til ársloka 1968, en síðan hefur þessi skipan verið framlengd um eitt ár. Með þessu frv. er lagt til að framlengja enn umboð verðlagsnefndar og binda það ekki lengur við tiltekinn tíma. Það er að því leyti frábrugðið því formi, sem málið hefur verið í áður, þegar það hefur verið lagt hér fyrir.

Fjvn. hefur athugað frv. og leggur til, að það verði samþ. óbreytt.