16.12.1972
Neðri deild: 25. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1333 í B-deild Alþingistíðinda. (978)

127. mál, sala Útskála og Brekku

Flm. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Eins og fram kemur í grg. með þessu frv., hefur á tveimur síðustu þingum verið flutt frv. um heimild fyrir ríkisstj. til að selja Gerðahreppi jörðina Útskála, en frv. hefur ekki hlotið afgreiðslu. Frv. er endurflutt hér samkvæmt beiðni hreppsnefndarinnar með þeim viðauka, að óskað er heimildar fyrir ríkisstj. til að selja einnig Gerðahreppi jörðina Brekku. Það kemur fram, að ábúandi jarðarinnar Brekku er samþykkur því, að hreppnum verði seld jörðin. Hann fellur frá forkaupsrétti jarðarinnar, ef um verður að ræða sölu á jörðinni til Gerðahrepps.

Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta mál, en legg til. að því verði vísað til 2. umr. og hv. landbn.