10.12.1973
Neðri deild: 38. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 1165 í B-deild Alþingistíðinda. (1060)

39. mál, veðdeild Landsbanka Íslands

Sjútvrh. (Lúðvík Jósepsson):

Herra forseti. Hér er um lítið frv. að ræða, sem gerir ráð fyrir því að heimila veðdeild Landsbankans að gefa út bankavaxtabréf, nokkru hærri fjárhæð en heimiluð er í núgildandi l., eða hækka heimildina úr 200 millj. í 300 millj. kr., en sú fjárhæð, sem heimild hefur verið fyrir í l., er þegar notuð að fullu.

Eins og kunnugt er, hefur veðdeild Landsbankans starfað um langan tíma og veitt nokkur smærri lán í sambandi við endurbætur á eldri húsum, og er þar um að ræða lán, sem ekki falla undir hið almenna húsnæðismálakerfi.

Þetta frv. hefur þegar gengið í gegnum Ed. og hlotið samþykki þar, og vænti ég þess, að það fái einnig góða fyrirgreiðslu í þessari hv. deild.

Herra forseti. Ég legg til, að að lokinni þessari umr. verði málinu vísað til í fjh.- og viðskn. til fyrirgreiðslu.