11.12.1973
Sameinað þing: 32. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 1191 í B-deild Alþingistíðinda. (1088)

380. mál, mál togarans Henriette

Fyrirspyrjandi (Hannibal Valdimarsson) :

Herra forseti. Ég þakka hæstv. dómsmrh. fyrir svör hans og ekki síst fyrir þær Upplýsingar, sem hann gaf um hert eftirlit með veiðarfærum innlendra og erlendra skipa, því að mér er ekki grunlaust um, að það hafi komið fyrir, eð Íslendingar hafi líka gerst sekir um að vera Með ólögleg veiðarfæri, og það er ekkert betra. En mikil mildi finnst mér hafa verið sýnd hinum belgíska lögbrjót að veita honum fyrirgefningu syndarinnar í þetta skipti, þar sem um svona gróft brot var að ræða, að nælondruslan innan í pokanum var með 75 mm. möskvastærð, en skal eftir alþjóðlegum reglum vera minnst 120 mm. En vonandi verður eftirlitið í framtíðinni þannig með innlendum og erlendum togurum, að þeir séu ekki með slík vei$arfæri innan okkar landhelgi.