11.12.1973
Sameinað þing: 32. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 1193 í B-deild Alþingistíðinda. (1091)

118. mál, hafnamál

Jón Árm. Héðinsson:

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðh. fyrir upplýsingarnar. Reyndar hafði ég séð það nú fyrir stuttu, að áætlun var komin fram um kostnað við framkvæmdina. Það hefur verið undirstrikað nú aftur ef útvegsmönnum, að þetta er eini staðurinn, sem getur tekið vel á móti loðnuskipum, þannig að verði ekki bætt úr þessum vandkvæðum, sem eru á því að liggja í höfninni, þá horfir til hreinna vandræða á þessu svæði. Þetta er ekki svo stór tala, að það ætti að standa í þm. að samþykkja slíkt, svo að lausn þessa máls ætti að vera á næsta leiti. Ég skildi hæstv. ráðh, þannig, að hann væri þessu jákvæður, og vænti þess, að úr rætist innan skamms.