11.12.1973
Sameinað þing: 32. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 1204 í B-deild Alþingistíðinda. (1105)

390. mál, hitun húsa með raforku

Fyrirspyrjandi (Friðjón Þórðarson):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. iðnrh. skýr og greinargóð svör. Það er rétt, eins og hann tók fram, að um þessar mundir erum við Íslendingar sem og ýmsar aðrar þjóðir minntir alvarlega á, hversu fallvalt er og ótryggt að þurfa að treysta svo mjög á innflutning, erlendra orkugjafa. Segja má þó, að þessi óvænta áminning geti orðið okkur til góðs, ef við látum hana okkur að kenningu verða. Þá mun hún þrýsta á auknar rannsóknir og aukinn hraða í framkvæmdum. Þar verður iðnrh. að sjálfsögðu að hafa forustu í góðu samstarfi við sveitarstjórnir, stjórnir rafveitna og allan almenning. Hér er um svo stórfellt hagsmunamál að ræða, að einskis má láta ófreistað til að koma því áleiðis :sem fyrst og sem lengst.