13.12.1973
Neðri deild: 40. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 1405 í B-deild Alþingistíðinda. (1201)

102. mál, veiðar með botnvörðu, flotvörpu og dragnót í fiskveiðilandhelgi

Karvel Pálmason:

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð. Ég sé ekki ástæðu til þess að fjalla frekar um þær brtt., sem sjútvn. hefur gert við þetta frv. Form. og frsm. n. hefur gert ítarlega grein fyrir þeim, vegna þess að ég átti sæti í þeirri n., sem undirbjó frv. það, sem hér er til umr., og einnig í sjútvn., sem nú hefur gert allverulegar till. til hreyt. á frv., tel ég rétt að fara örfáum orðum um það.

Það gæti litið svo út, að þeim sömu mönnum, sem sæti áttu í fiskveiðilagan og einnig eiga sæti í sjútvn., hefði snúist að verulegu leyti hugur með tilliti til þeirra mörgu brtt., við frv., sem nú liggja fyrir hjá sjútvn. En svo er ekki af minni hálfu. Það var frá upphafi í fiskveiðilagan. gengið út frá því sem gefnu og vinnubrögð n, viðhöfð í þeim anda, að við réðum sjálfir yfir 50 mílunum, þannig að við værum að gera till. um hagnýtingu á 50 mílna landhelginni fyrir okkur eina. Með samkomulaginu við Breta, sem nú hefur verið staðfest, tel ég að forsendur hafi allverulega breyst. Með því samkomulagi hafa forsendurnar breyst á þann veg að ætla má, að allverulega sé örðugra fyrir togskip Íslendinga að athafna sig og stunda veiðar vegna samkomulagsins við Breta. Ég hef því staðið að því að gera till. til breyt. og aukinna veiðiheimilda fyrir íslensk togveiðiskip innan landhelginnar, og ég tel, að það sé rökrétt í áframhaldi af hinu. Meginbrtt. sjútvn. eru í þá átt að rýmka allverulega sums staðar togveiðiheimildir fyrir íslensku togskipin. En þó er þar um miklu strangari heimildir að ræða en skv. núgildandi lögum.

Eins og fram hefur komið, þá skrifa, að ég held, allir nm. sjútvn. undir þetta með fyrirvara og áskilja sér rétt til þess að flytja eða fylgja brtt. Ég mat stöðu málsins í n. á þann veg, að það væri ekki um annað að ræða, ef málið ætti að komast út úr n., en það yrði að gerast á einhvern þennan hátt, eins og raun varð á, ella hefði málið orðið innlyksa í n., og ég held, að enginn alþm. hefði óskað þess, að þetta mál hefði dagað uppi enn einu sinni. Það var lagt til hliðar í vor, þá töldu menn sig þurfa að skoða það nokkru frekar, og framlengd voru gildandi lög. Ég held, að við getum ekki látið það um okkur spyrjast, að við nú enn einu sinni framlengjum núgildandi lög óhreytt. Ég held, að við verðum að taka upp sömu vinnubrögð og sjútvn. gerði, við verðum að reyna til þrautar að ganga til móts hver við annan. Mér er ljóst, a. m. k. að því er mig varðar, og ég veit, að svo er um miklu fleiri aðila og einstaklinga í sjútvn., að þeir hefðu mjög gjarnan viljað ýmis mál á annan veg en þær brtt., sem nú liggja fyrir til umr., gera ráð fyrir. En ég held, að við komumst ekki út úr þessum vítahring á annan hátt en að reyna eftir samkomulagsleiðum að höggva á þá hnúta, sem til þessa hafa komið í veg fyrir, að þetta mál næði fram að ganga, og það verði að gerast áður en þinghlé er tekið.

Ég vildi sem sagt koma því hér á framfæri, að það er síður en svo, að afstaða mín hafi breyst til þess frv., sem fiskveiðilagan. lagði fram. Það frv. var byggt og unnið á þeirri forsendu, að við einir réðum yfir 50 mílna fiskveiðilandhelginni, en þær forsendur hafa nú breyst. Og með tilliti til þess hef ég staðið að því að gera þær brtt., sem sjútvn. hefur nú lagt fram. En ég þykist vita, að það muni koma ýmsar till. fram þar að auki, og ég sé, að nú þegar er komin ein slík. Ég vil þá gjarnan í leiðinni með tilliti til þess greina frá því, að ég er algerlega andvígur einni þeirra till., sem nú liggur fyrir, þ. e. a. s. um stækkun hólfsins á Breiðafirði. Sú brtt., sem nú hefur komið frá þeim Vestlendingum þremur, gerir ráð fyrir því að halda óbreyttu því hólfi á Breiðafirði, sem frv. frá því í vor gerði ráð fyrir. Ég mun greiða atkv. gegn því. Ég lít svo á, að það hólf eigi að vera eins og frv., sem lagt var fram í haust, gerði ráð fyrir.