14.12.1973
Neðri deild: 42. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 1460 í B-deild Alþingistíðinda. (1289)

159. mál, Seðlabanki Íslands

Sjútvrh. (Lúðvík Jósepsson) :

Herra forseti. Frv. þetta er flutt af fjh.- og viðskn. Ed. Það var flutt í beinu framhaldi af brbl., sem sett voru á s. l. sumri og gert var ráð fyrir, að ættu að gilda nú til ársloka. Efni þeirra brbl. var að veita Seðlabankanum heimild til að mega skrá gengi íslenskrar krónu með nokkrum frávikum frá því, sem áður sagði í lögum. Það frávik frá stofngengi kr., sem heimilt er skv. l., nemur 21/4% upp eða niður frá stofngengi, en með brbl. var heimilað að skrá gengið upp á við án nokkurra sérstakra takmarkana, en aðeins upp á við. Nú hefur þótt rétt að breyta þessu þannig að heimila Seðlabankanum að skrá gengi kr. án slíkra takmarkana bæði upp og niður, þ. e. a. s. gert ráð fyrir því, að hægt sé að hafa skráningu kr. raunverulega fljótandi. Vegna þessa hefur þetta frv. verið flutt af fjh.- og viðskn. Ed. Þar hefur orðið alger samstaða um, að málið verði afgr., og í rauninni er nauðsynlegt að fá það afgr, fyrir áramót.

Ég vil vænta þess, að hv. n., sem fær málið hér til afgreiðslu, greiði fyrir afgreiðslu þessa tiltölulega einfalda frv.

Ég óska eftir, að málinu verði að lokinni þessari umr, vísað til fjh.- og viðskn. til athugunar.