14.12.1973
Neðri deild: 42. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 1464 í B-deild Alþingistíðinda. (1306)

138. mál, almannatryggingar

Heilbr. og trmrh. (Magnús Kjartansson):

Herra forseti. Ég skil ákaflega vel, að hv. þm. Pétur Pétursson sé orðinn dálítið þreyttur á því að fá ekki framgengt miklu nauðsynjamáli, sem ekki var hreyft neitt í allri tíð viðreisnarstjórnarinnar, þegar Alþfl. fór með yfirstjórn almannatrygginga. En út af fsp., sem hann beindi til mín, get ég greint frá því, að heilbr.- og trmrn. hefur nú þegar látið semja frv., þar sem m. a. er gert ráð fyrir því, að tannlækningar komi inn í almannatryggingakerfið í áföngum. Ég hef kynnt þetta frv. nú þegar fyrir ríkisstj., og ég geri mér vonir um að geta flutt það þegar að loknu jólaleyfi. — Þetta vildi ég segja vegna þeirrar fsp., sem hv. þm. bar fram.