17.12.1973
Efri deild: 42. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 1492 í B-deild Alþingistíðinda. (1347)

102. mál, veiðar með botnvörðu, flotvörpu og dragnót í fiskveiðilandhelgi

Frsm. (Steingrímur Hermannsson) :

Herra forseti. Sjútvn. þessarar hv. d. hefur haft til meðferðar frv. til l. um veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót í fiskveiðilandhelginni, eins og það er orðið eftir meðferð hv. Nd. Sjútvn. hefur orðið sammála um að leggja til, að frv. verði samþykkt með breyt., sem koma fram á þskj. 270, nál. birtist á þskj. 271.

Ekki er þörf á langri framsögu fyrir nál. um þetta mál. Það hefur verið rætt allmikið hér á þingi, að vísu ekki í þessari hv. d., en hæstv. sjútvrh. hefur gert grein fyrir málinu hér við 1. umr.

Áður en ég kem að þeim brtt., sem hv. Nd. hefur gert á frv., og brtt. sjútvn. þessarar d., vil ég þó leyfa mér að leggja áherslu á þrjú atriði, sem að mínu áliti lágu fyrst og fremst til grundvallar hjá fiskveiðilaganefnd, þegar hún samdi upphaflega frv. Fiskveiðilaganefndin, sem hæstv. sjútvrh, skipaði haustið 1971 og var endurskipuð að litlu leyti haustið 1972, samdi þetta frv., eins og fram hefur komið. Við störf sín lagði fiskveiðilaganefndin einkum þrjú atriði til grundvallar.

Í fyrsta lagi leit n. svo á, að gera yrði ráð fyrir því, að við Íslendingar réðum einir fiskveiðilögsögu allri innan 50 sjómílna og þar væru engin skip við veiðar frá öðrum þjóðum.

Í öðru lagi taldi fiskveiðilaganefndin sjálfsagt að leggja til grundvallar í starfi sínu hin ýtrustu friðunarsjónarmið og leitaði því í upphafi til Hafrannsóknastofnunarinnar, ræddi við sérfræðinga þar og fékk frá stofnuninni ítarlegar till. og grg. um takmörkun á veiðum með tilliti til fiskistofna, ástands þeirra og horfa.

Í þriðja lagi taldi svo n. nauðsynlegt að skoða friðunarsjónarmiðin með tilliti til byggðar og atvinnuhátta á hinum ýmsu stöðum á landinu og með hliðsjón af tillögum frá hagsmunahópum.

Þessi þriðji liður í störfum n. var að sjálfsögðu viðamestur. N. leitaði till. frá öllum samtökum, sem til eru, og ferðaðist um landið og hélt fundi með heimamönnum. Þar voru kynntar fyrst og fremst till. Hafrannsóknastofnunarinnar og ýmsar aðrar hugmyndir, sem fram höfðu komið til n., og leitað álits heimamanna á þeim.

Í fáum orðum sagt leitaðist n. síðan við að samræma þessi sjónarmið, þ. e. a. s. hinar ýtrustu friðunartill., og taka nauðsynlegt tillit til þarfa heimamanna og hagsmunahópa. Niðurstaðan varð það frv. til l., sem lagt var fram í lok síðasta þings, en hlaut þá ekki afgreiðslu. Talið var eðlilegt að endurskoða nokkur atriði þess frv. með tilliti til tillagna, sem komu fram á síðustu stundu. N, fékk frv. að nýju til endurskoðunar. N. taldi ekki rétt að breyta því atriði, sem ég nefndi fyrst, og hún gekk út frá, að við Íslendingar veiddum einir innan 50 sjómílna fiskveiðilögsögu. N. taldi eðlilegra, að endurskoðun með tilliti til þess færi fram á vegum Alþingis og þeirra n. á hv. Alþingi, sem fengju frv. til meðferðar. N. gerði því aðeins litlar breytingar á upphaflegu frv. sínu, og þannig var það lagt fram á þessu þingi. Nú hefur hv. sjútvn. Nd. haft frv. til meðferðar og gert á því allnokkrar breyt. Á þskj. 257 er frv. birt eins og það er orðið eftir meðferð Nd.

Í meginatriðum eru hreyt. þær, sem hv. Nd. hefur gert á frv., gerðar með tilliti til þess, að samið hefur verið við Breta um heimild fyrir breska togara til veiða innan íslenskrar fiskveiðilögsögu. Ég held, að ég megi fullyrða, að, fiskveiðilaganefndin leit svo á, að breyt. væru eðlilegar af þessum orsökum, eðlilegt væri að heimila íslenskum togskipum að veiða innan 12 sjómílna meira en n. hafði gert ráð fyrir í frv., á meðan það ástand ríkir á íslenskum fiskveiðisvæðum, sem nú er eftir samninginn við Breta.

Þær breyt., sem sjútvn. þessarar hv. d. gerir, eru ekki miklar. Í raun og veru má segja, að mikilvægasta breyt. sé leiðrétting á mistökum, sem orðið hafa í meðferð hv. Nd. á frv., enda varð einhverjum að orði: „Guði sé lof, að til er Ed.“ Frv. er þannig byggt upp, að 1. liður í öllum stafliðum 2. gr. fjallar um heimild allra togskipa til veiða utan 12 sjómílna, þetta frv. er, eins og hv. þm. gera sér grein fyrir, fyrst og fremst bann við veiðum með botnvörpu, flotvörpu og dragnót í fiskveiðilandhelginni. Síðan eru það undantekningar frá því banni, sem frv. fjallar um. Og það er þannig byggt upp, eins og ég sagði, að 1. liður í hverjum staflið fjallar um undantekningu frá þessu hanni fyrir allar þessar veiðar utan 12 sjómílna. Við aukna heimild á svæðinu Reykjanes-Faxaflóa breytti Nd. lið E. 1 þannig, að þar er heimildin fyrir allt svæðið dregin inn að 6 sjómílum, og var með þessari breytingu brugðið út af reglunni, sem liggur til grundvallar, og eins og frv. er samið.

Mikilvægara var þó e. t. v. hitt, að með þessu móti, var öllum togskipum veitt heimild til þess að veiða allt að 6 sjómílum frá línu, sem hugsast dregin réttvísandi suður úr Reykjanesaukavita, og alla leiðina að línu, sem hugsast dregin réttvísandi suðvestur frá Gáluvíkurtanga. Þetta mun ekki hafa verið ætlun þeirra, sem þessa brtt. lögðu fram. Ætlast var til þess, að svæði eða geiri frá línunni suður úr Reykjanesaukavita og að línu, sem er 240° frá Hafnarbergi, yrði eftir sem áður friðaður fyrir stærri togskip. Með tilliti til þessa hefur sjútvn. þessarar hv. d. lagt til á þskj. 270, að liðurinn E. 1 verði tekinn upp aftur, eins og hann var í upphaflega frv., þ. e. a. s. að hann fjalli eingöngu um heimild til veiða utan 12 mílna á svæðinu öllu, Reykjanes- og Faxaflóasvæðinu. Síðan er tekinn inn liður E. 2, sem fjallar um þá breyt., sem hv. Nd. hugðist gera á frv., þar sem heimiluð er togveiði inn að 6 sjómílum á svæðinu frá línu, sem dregin er 240° réttvísandi frá Hafnarbergi, að línu, sem dregin er réttvísandi suðvestur frá Gáluvíkurtanga. Þar með er náð því sama og hv. Ed. stefndi að, en þó tekinn undan þessi geiri, sem ég nefndi, frá Reykjanesaukavita að Hafnarbergi.

Í meðferð sjútvn. kom jafnframt fram sú hugmynd að gera aðra breyt. á þessu svæði. Með þeim breyt., sem Nd. hefur gert, hefur mjög verið aukin heimild stærri togskipa til veiða innan 12 sjómílna, í raun og veru alla leiðina frá Suðausturlandi og vestur að Gáluvíkurtanga. Því þótti nm. eðlilegt að takmarka hins vegar nokkuð veiði stærri togskipa, innan við 350 lestir, á hluta þessa geira, sem ég hef nefnt svo, við Reykjanesaukavita. Því er heimildum þar nú í till. n, skipt í tvennt.

Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir því í c-lið brtt., að skipum 105 brúttórúmlestum og minni verði heimilt að veiða með botnvörpu og flotvörpu allt árið utan línu, sem dregin er í 3 sjómílna fjarlægð frá fjörumarki meginlandsins, frá línu réttvísandi suður úr Reykjanesaukavita að línu réttvísandi 240° frá Hafnarbergi. Þ. e. a. s. 105 brúttórúmlesta skip fá heimild til að veiða þar allt að 3 sjómílum. En aftur á móti eru 350 brúttórúmlesta skip færð utar í þessum sama geira með d-lið í till. n. Þau fá samkv. þeim lið aðeins heimild til að veiða að 6 sjómílna fjarlægð frá fjörumarki. Frá upphaflegu frv. er því þarna dregið nokkuð úr heimild stærri skipa, þ. e. a. s. skipanna, sem eru á milli 105 og 350 brúttórúmlestir, til veiða. Þau fá ekki heimild til að veiða á svæðinu frá 3 til 6 sjómílna.

Aðrar breytingar leggur n. ekki til að gerðar verði á 2. gr. frv.

Á 10. gr. frv. voru gerðar nokkrar breyt. í meðferð hv. Nd. Flestar þessar breyt. leggur sjútvn. d. til, að samþ. verði. En í 1. tölul. 10. gr. var í upphaflega frv. fram tekið, að heimild ráðh. til að veita leyfi til dragnótaveiða yrði ekki notuð. Rétt er, að ég lesi þá setningu. Þar segir: „Heimild þessi til veitingar dragnótaveiðileyfa skal ekki notuð til 1. júlí 1976 að því er varðar veiðar á Faxaflóa innan línu, sem dregin er úr punkti 4 sjómílur réttvísandi vestur af Garðskagavita í punkt 4 sjómílur réttvísandi suðv. af Gáluvíkurtanga.“ Þetta er í samræmi við lög nr. 50 frá 1971, sem voru á sínum tíma mjög til umr. og lokuðu þessu svæði fyrir dragnótaveiðum. N. gerir sér grein fyrir því, að hér er um mjög umdeilt atriði að ræða. Það gerði fiskveiðilaganefnd einnig að sjálfsögðu og ræddi þetta mikið á fundum sínum. Þegar þessi lög nr. 50 frá 1971, voru samþykkt, mun hafa verið lögð á það áhersla, að þarna fengist nokkurra ára, ég hygg 5 ára, reynslutími á slíka friðun. Fiskveiðilaganefnd taldi rétt, að þessi friðunartími fengi að líða, áður en nokkur ákvörðun væri tekin um breyt. á þessum lögum. Sjútvn. þessarar hv. d. er á sömu skoðun. Hún telur eðlilegt, að þetta bann við veitingu dragnótaveiðileyfa fái að standa. Við vekjum jafnframt athygli á því, að í frv. þessu er gert ráð fyrir því, að hæstv, sjútvrh. beiti sér fyrir endurskoðun laganna fyrir árslok 1975. Því virðast ekki hundrað í hættunni, satt að segja, þótt þessi lagaákvæði standi þennan tíma. Þau komu sjálfkrafa til endurskoðunar með endurskoðun þessara laga, þ. e. a. s. ef frv. verður að lögum, sem við gerum ráð fyrir.

Ég hygg, að ég hafi skírt frá þeim brtt., sem sjútvn. er sammála um að flytja. Ég vil aðeins geta þess hér að lokum, að ég hafði sjálfur í huga að flytja brtt. við frv., eins og það kemur frá 3. umr. í Nd., brtt. við lið B. 3. Hv. Nd. gerði þá breyt, á upphaflega frv. að heimila togveiðar fyrir báta 105 brúttórúmlestir og minni allt upp að fjörusteinum við Krýsuvíkurbjarg. Ég viðurkenni að vísu, að það er ekki algild regla, að stærsti fiskurinn sé ávallt fjærst landi, en mér hefur hins vegar þótt það sjálfsögð regla með aukna friðun í huga, sem, eins og ég sagði áðan, fiskveiðilaganefnd lagði til grundvallar í sínu starfi. Mér finnst sjálfsagt, að lögð sé áhersla á að skipta veiðisvæðum með tilliti til fjarlægðar frá landi. Ég held, að önnur viðmiðun skárri fáist ekki. Mér þykir satt að segja til skammar, að þarna skuli að nýju vera opnað svæði upp í fjörusteinana, sem mjög hefur verið gagnrýnt. Við nánari athugun komst ég þó að þeirri niðurstöðu, að rétt væri að láta þetta afskiptalaust á þessu stigi málsins, fyrst og fremst með tilliti til þess, að frv. verður tekið til endurskoðunar í lok ársins 1975 eða fyrir þann tíma, og það er trú mín og sannfæring, að þá, við breyttar aðstæður með tilliti til erlendra togveiða hér við land, hljóti friðunarstefnan að verða meira ráðandi en hún getur orðið í þessu frv., eins og það er nú, og þá einnig með tilliti til þeirra veiða, sem ég hef gert að umræðuefni.