17.12.1973
Neðri deild: 43. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 1504 í B-deild Alþingistíðinda. (1372)

119. mál, skipulagslög

Frsm. (Ólafur G. Einarsson):

Herra forseti. Á þskj. 249 er nál. félmn. um frv. til l. um breyt. á skipulagsl, nr. 19 21, maí 1964. N. hefur fjallað um frv. og orðið sammála um að mæla með samþykkt þess með þeirri breytingu, að niður falli 2. málsl. 1. gr. Þetta er gert til þess að einfalda málið. Þá verður 1. gr. svo hljóðandi:

„Auk skipulagsgjalds, sem um ræðir í 1. mgr.“ þ. e. 35. gr. l., „skal árlega greiða úr ríkissjóði til framkvæmdar skipulagsmála eigi lægri fjárhæð en nemur helmingi skipulagsgjalda liðins árs:“

Við teljum þetta alveg nægilega skýrt og mælum með samþykkt frv. svo breytts.