18.12.1973
Efri deild: 44. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 1565 í B-deild Alþingistíðinda. (1443)

102. mál, veiðar með botnvörðu, flotvörpu og dragnót í fiskveiðilandhelgi

Eggert G. Þorsteinsson:

Herra forseti. Ég skil það vel. að jafnveigamiklar till. og um ræðir á þskj. 290 gætu haft alvarleg áhrif á endanlegar niðurstöður um afgreiðslu málsins, svo seint sem þessi hv. þd. fékk þetta mál til meðferðar, og nú á að afgreiða það endanlega.

Varðandi þá brtt., sem hér var mælt fyrir áðan og þeir flytja, hv. 2. þm. Reykv. og 2. þm. Vesturl., um þá aðila, sem ráðh. skal skylt að sækja umsagnir til, þá skil ég ekki rök hæstv. ráðh. Sannleikurinn er sá, að á Fiskifélagi Íslands hefur orðið gífurleg skipulagsbreyting, sem ég veit, að ráðh. er mætavel kunnugt um. Það spannar nú yfir mun víðari hring og víðara starfssvið en það áður gerði og inniheldur langflesta þá hagsmunaaðila, sem að sjávarútvegi vinna í dag. Ég tel því, að sú skipulagsbreyting ein, sem fram hefur farið á Fiskifélaginu, og útvíkkunarstarfsemi þess mæli með því, að ráðh. sé einnig skylt að leita til þess, auk þess sem ráðh. er almennt heimilt að leita til allra þeirra aðila, sem honum sýnist hverju sinni. Hér er aðeins um skyldur að ræða. Ég tel, að þessi till. geti á engan hátt talist stofna málinu í neinn voða, og mun því greiða henni atkv.