18.12.1973
Efri deild: 44. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 1565 í B-deild Alþingistíðinda. (1444)

102. mál, veiðar með botnvörðu, flotvörpu og dragnót í fiskveiðilandhelgi

Geir Hallgrímsson:

Herra forseti. Ég skal ekki lengja umr. Ég vil fyrst taka undir orð síðasta ræðumanns að því er snertir brtt. þá, er við 2. þm. Vesturl. flytjum. Hæstv. ráðh. taldi, að það væri nauðsynlegt, ef sú till. væri samþ., að breyta öðrum gr. frv., þar sem eingöngu er rætt um að fá umsögn Hafrannsóknastofnunarinnar eða meðmæli hennar. Ég tel einmitt, að þetta sýni, að brtt. snertir takmarkað svið og því er minni ástæða að vera á móti henni. Samkv. 2. gr. þessa frv. er hin almenna regla sett í lögum, hvernig veiðum skuli háttað og nýtingu fiskimiðanna umhverfis landið. Síðan er í 3. gr., 5. gr. og 6. gr., sem ráðh. nefndi sem dæmi um, að umsagnar Hafrannsóknastofnunarinnar væri krafist, um að ræða sérstök skilyrði, er sérstaklega lúta að friðunarmálum, og ekki er því óeðlilegt, að Hafrannsóknastofnunin sé ein að þessu leyti um umsagnaraðild. í 10. gr. er um nokkuð viðtækari veiðiheimildir að ræða, sem ráðh. getur veitt, og þar hlýtur að vera eðlilegt, að útgerðaraðilar hafi rétt til umsagnar. Ég held, að það hljóti að vera styrkur fyrir ráðh., því að þótt það sé svo, að hann geti auðvitað leitað umsagnar og álits hvers þess, sem hann kýs, þá ætti það að vera skylda Alþ. að setja þan skilyrði í lög, sem tryggja, að sjónarmið komi fram, áður en ráðh. tekur endanlega ákvörðun. Ég vil því eindregið fara fram á það við hæstv. ráðh., að hann endurskoði afstöðu sína og fallist á þessa brtt., sem er eingöngu til þess flutt að tryggja, að umsögn útgerðarinnar sé til staðar jafnt og umsögn Hafrannsóknastofnunarinnar. Ég vek athygli á því, að auðvitað er bað svo ráðh. í sjálfsvald sett, hvort hann fer eftir slíkri umsögn eða ekki.