18.12.1973
Neðri deild: 47. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 1586 í B-deild Alþingistíðinda. (1472)

102. mál, veiðar með botnvörðu, flotvörpu og dragnót í fiskveiðilandhelgi

Forseti (Gils Guðmundsson):

Í sambandi við meðferð þessa máls vil ég taka það fram, að ég hafði að vísu vænst þess, að það væri orðið svo þaulrætt, að hægt hefði orðið að ljúka þessari umr. nú á fundinum. Hins vegar gerði ég ráð fyrir og geri ráð fyrir að fresta atkvgr. En með hliðsjón af því, sem hv. 4. þm. Austf. sagði, skal ég verða við þeim tilmælum að ljúka ekki umr. nú. En það er gert í trausti þess, að ekki þurfi að verða mjög langar umr. héðan af um þetta mál, þar sem ljóst er, að það verður að fá afgreiðslu fyrir jól, þar sem allar togveiðiheimildir falla úr gildi um næstu áramót. Ég mun sem sagt verða við því að slíta ekki umr. í trausti þess, að það þurfi ekki að verða mjög langar umr. um málið að þeim umr. loknum, sem hér fara fram nú.