30.10.1973
Sameinað þing: 9. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 223 í B-deild Alþingistíðinda. (164)

350. mál, sjálfvirk viðvörunarkerfi

Fyrirspyrjandi (Oddur Ólafsson) :

Herra forseti. Á þskj. 30 hef ég leyft mér að flytja svo hljóð'andi fsp. til hæstv. samgrh.:

„Hvað liður framkvæmd þál. frá 6. apríl s. l. um ítarlega könnun á notagildi sjálfvirkra viðvörunarkerfa á hraðbrautum?“

Bifreiðastjóri, sem fór um Hellisheiði nú um síðustu helgi, taldi ástandið líkast því, að óvinaher hefði gert skyndiárás á þá miklu umferðaræð. Þar hafði þá myndast skyndileg hálka, og þar lágu þrjár bifreiðar á hvolfi og allmargar í ýmiss konar ástandi úti í vegarköntum eða móum. Sem betur fer urðu ekki veruleg slys á fólki í þetta sinn. En sjáanlegt er, að nýju hraðbrautirnar okkar eru viðsjárverðar í hálku og því full ástæða til þess að gera allt, sem unnt er, til þess að vara sem gleggst við henni. Kostnaður vegna þeirra umferðaróhappa, sem af hálku stafa, er gífurlegur árlega, auk þess sem vitað er, að líkamsmeiðingar og dauða leiðir gjarnan af hálkunni. Slíkt verður ekki auðveldlega metið til fjár. En augljóst er, að þótt ráðstafanir þær, sem gera þarf, séu kostnaðarsamar, þá mun sá kostnaður fljótt endurgreiðast, ef viðvörunarkerfin verða til þess að fækka slysum. Þess vegna hef ég hug á því að fá upplýsingar um það frá hæstv. samgrh., hvað gert hefur verið til þess að kanna notagildi þeirra kerfa, sem möguleikar eru á að fá.