29.01.1974
Sameinað þing: 47. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 1835 í B-deild Alþingistíðinda. (1695)

401. mál, litasjónvarp

Menntmrh. (Magnús T. Ólafsson):

Herra forseti. Þar sem fsp. hv. 9. landsk. þm. varðar fyrirætlanir Ríkisútvarpsins, beindi ég því til útvarpsstjóra, hvað hægt væri að segja um athafnir Ríkisútvarpsins á þessu sviði. Svar hans er svolátandi :

„Varðandi spurningu hv. þm. Ellerts B. Schram á þskj. 331 skal þetta sagt:

Innan Ríkisútvarpsins hafa komið fram hugmyndir um litasjónvarp, og hefur það mál verið rætt sem önnur er varða málefni stofnunarinnar. Áætlanir um litasjónvarp hafa ekki enn verið gerðar, enda tengist slík áætlun mörgum öðrum þáttum framkvæmda og verður ekki fráskilin röðun þeirra.“