12.02.1974
Sameinað þing: 53. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 2121 í B-deild Alþingistíðinda. (1893)

405. mál, nýskipan iðnfræðslu og tæknimenntunar

Fyrirspyrjandi (Þórarinn Þórarinsson):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. menntmrh. fyrir glögg og ítarleg svör hans. Alveg sérstaklega vil ég þakka fyrir þann áhuga og skilning hans á þessum málum, sem mér virtist koma fram í ræðu hans. Ég tek undir þau ummæli hans, að það er mikilvægt, að viðkomandi nefndir ljúki störfum sem fyrst. Þó að mikið sé unnið með því að fá till. þeirra, er það ekki nema fyrsti áfangi. Eftir er að fjalla um málið hér á Alþ. og svo þar næst að koma fram þeim ákvörðunum, sem þar verða teknar, og það getur tekið sinn tíma.