17.10.1973
Efri deild: 3. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 17 í B-deild Alþingistíðinda. (19)

11. mál, bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu

Sjútvrh. (Lúðvík Jósepsson):

Herra forseti. Frv. þetta er flutt til staðfestingar á brbl., sem gefin voru út s. l. sumar. Hér er aðeins um það að ræða, að verið var að framlengja gildandi lagaákvæði til loka þessa árs varðandi heimildir til veiða með botnvörpu og flotvörpu í fiskveiðilandhelginni. Eins og hv. þdm. er kunnugt, tókst ekki á s. l. þingi að setja ný lagaákvæði varðandi þetta efni, og málinu var frestað eða fallið var frá því að ljúka afgreiðslu málsins, sem þá lá fyrir binginu, og af þeim ástæðum var óhjákvæmilegt að setja þessi brbl., svo að ákvæði væru gild í lögum um þetta efni út á við.

Nú er stefnt að því að leggja fram frv. varðandi þetta efni hið allra fyrsta á þessu þingi. Ég get að vísu ekki sagt um það nákvæmlega á þessu stigi málsins, hvenær það verður, en það verður mjög snemma á þessu þingi, og stefnt er að sjálfsögðu að því, að hægt verði að afgreiða það frv. sem lög frá Alþ. fyrir árslok, þannig að endar nái hér saman varðandi þessi efni.

Ég þarf ekki að hafa um þetta mál fleiri orð á þessu stigi málsins, en legg til, að málinu verði vísað til hv. sjútvn. til fyrirgreiðslu.