12.02.1974
Sameinað þing: 55. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 2131 í B-deild Alþingistíðinda. (1913)

212. mál, heiðurslaun listamanna

Flm. (Hannibal Valdimarsson):

Herra forseti. Þáltill. sú, sem hér er til umr. á þskj. 366, er flutt af menntmn. beggja þd. Till. er nánast flutt til þess að fullnægja formsatriðum. Eins og hv. þm. muna, var ákveðið við afgreiðslu fjárl. þessa árs að veita 3 millj. kr. til heiðurslauna listamanna samkv. ákvörðun Alþ. Á síðasta ári var heiðurslaunum í samræmi við ákvörðun Alþingis skipt milli 12 listamanna, og komu þá 175 þús. kr. í hlut hvers þeirra. Nú leggja menntmn. þingsins til, að hinir sömu 12 listamenn hljóti heiðurslaun á þessu ári, og þar sem heildarupphæðin var í fjárl. ákveðin 3 millj. kr., koma 250 þús. kr. í hlut hvers þeirra, sem á þskj. greinir. Um þetta þarf ekki að hafa mörg orð. Þetta er nokkurn veginn sjálfgefið og er bein afleiðing af ákvörðun Alþingis við samþykkt fjárlaga. Það er einungis um skiptingu upphæðarinnar að ræða.

Málið er flutt, eins og ég áðan sagði, af menntmn. beggja d. og þarf því ekki að fara til n. að mínu áliti. Legg ég því til við hæstv. forseta, að málið hljóti nú afgreiðslu, ef hv. þm. gætu fallist á það.