13.02.1974
Neðri deild: 61. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 2198 í B-deild Alþingistíðinda. (1965)

Umræður utan dagskrár

Matthías Á Mathiesen:

Herra forseti. Ég vil gjarnan þakka hæstv. utanrrh. svör hans, sem hann hafði áður lesið upp í hv. Ed. En ég vil taka undir orð hv. 8. landsk, þm. í sambandi við viðbrögð utanrrn. í slíkum tilfellum. Ég skal hins vegar ekki fjölyrða um það hér, en vildi hins vegar leggja áherslu á, að slíkum sendiboðum, sem koma til utanrrn., verði mótmælt og viðkomandi rn. geri sendiráðinu grein fyrir slíku. Ef slíkt er ekki gert, mætti að sjálfsögðu búast við því, að þeim færi að fjölga, sendiferðunum, undir slíkum kringumstæðum.