14.02.1974
Neðri deild: 62. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 2199 í B-deild Alþingistíðinda. (1969)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Gils Guðmundsson):

Mér hefur borist svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 14. febr. 1974.

Samkv. beiðni Hannibals Valdimarssonar, 3. þm. Vestf., sem farinn er til útlanda í opinberum erindum, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður SF í Vestf., Hjördís Hjörleifsdóttir húsmæðrakennari, taki sæti á Alþingi í fjarveru hans.

F. h. þingflokks SF,

Halldór S. Magnússon.“

Hjördís Hjörleifsdóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi á þessu kjörtímabili, og hefur kjörbréf hennar því verið rannsakað. Býð ég hana velkomna til starfa.