20.02.1974
Neðri deild: 64. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 2293 í B-deild Alþingistíðinda. (2059)

190. mál, útflutningsgjald af loðnuafurðum

Frsm. (Garðar Sigurðsson):

Herra forseti. Á hv. d. um frv. til I. um sérstakt útflutningsgjald af loðnuafurðum til staðfestingar á brbl. frá 11. jan. s.l.

Efni frv. er í stuttu máli það, að taka skal 5% af útflutningsgjaldi loðnuafurða og setja í sérstakan sjóð. Er gert ráð fyrir, að sjóðurinn geti numið um 250 millj. kr. Verja á 25 millj. kr. til lífeyrissjóða sjómanna, en 225 millj. kr. til að greiða niður tilfinnanlega vaxandi olíukostnað fiskiflotans. Sýnist n., að setning þessara brbl. hafi greitt verulega fyrir ákvörðun fiskverðs um áramótin og muni styrkja rekstrargrundvöll þeirra greina sjávarútvegsins, sem veikast standa gagnvart olíuhækkuninni. Ég vil vekja athygli á, að ráðstafanir þessar eru gerðar í samráði við hagsmunasamtök í sjávarútvegi.

Í nál. segir, að sjútvn. hafi orðið sammála um að leggja til, að frv. yrði samþ. Vegna þess vil ég vekja athygli á því, að 3 nm. voru fjarverandi. Tveir þeirra, hv. 10. þm. Reykv. og hv. 5. landsk. þm., höfðu rætt frv. við 1. umr. málsins. Það kom skýrt fram af máli hv. 10. þm. Reykv., að hann var samþykkur frv., en hv. 5, landsk. ekki. Um afstöðu hv. 2, þm. Reykn. var okkur ókunnugt, en það er ljóst, að minnst 5 og jafnvel 6 af 7 nm. eru meðmæltir því, að frv. verði samþ.