27.02.1974
Neðri deild: 70. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 2396 í B-deild Alþingistíðinda. (2191)

242. mál, gjald til að draga úr áhrifum olíuverðhækkana

Bjarni Guðnason:

Herra forseti. Ég er sammála því, að brýna nauðsyn ber til að greiða niður olíuverð eftir þær hækkanir, sem hafa orðið á olíunni, en tel hins vegar, að fjáröflunarleið sú, sem farin er, sé alröng Og stefni í verðbólguátt, eins og sú fráleita viðleitni ríkisstj. að fjölga sífellt söluskattsstigunum. En með tilliti til þeirrar brýnu nauðsynjar, sem hér er um að ræða, þá vil ég ekki leggjast gegn frv. og greiði því ekki atkv.