06.03.1974
Neðri deild: 73. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 2559 í B-deild Alþingistíðinda. (2348)

252. mál, jarðræktarlög

Jónas Jónsson:

Herra forseti. Það eru aðeins tvær aths. Það má lesa upp umsagnir um jarðlagafrv. Þær mæla langflestar með því, ekki allar. Þegar umsagnir eru ekki allar samhljóma, ekki hægt að fara eftir þeim öllum, það verður að velja á milli, jafnvel þótt Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga hafi talið, að það mætti draga um eitt ár að setja þessi lög. Hitt vil ég endurtaka, að mér er að fullu kunnugt um það, að stjórn Fjórðungssambands Norðlendinga stóð ekki að því svari, sem margir hafa undrast. Það er að engu frá Fjórðungssambandinu, það er eingöngu á ábyrgð framkvæmdastjóra þess.