11.03.1974
Efri deild: 75. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 2696 í B-deild Alþingistíðinda. (2436)

201. mál, kosningar til Alþingis

Frsm. (Björn Fr. Björnsson):

Herra forseti. Um þann ágreining, sem virðist ríkja á milli utanrrn. og dómsmrn. um viss ákvæði í því frv., sem hér er til 2. umr., vissi n. ekki, og það lá ekkert fyrir um það, þegar hún var að störfum. Hæstv. utanrrh. beindi til mín, hvora leiðina ég teldi rétt að fara, að fresta 2. umr. nú og að allshn. tæki þessar ábendingar frá hæstv. utanrrh. til athugunar eða málinu lyki hér við 2. umr. og milli 2. og 3. umr. færi svo fram athugun af hálfu n. í þessu efni. Ég tel fyrir mína parta réttara að ljúka 2. umr., svo kæmi n. saman og athugaði þessar ábendingar, sem hæstv. utanrrh. hefur komið fram með.