13.03.1974
Neðri deild: 81. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 2824 í B-deild Alþingistíðinda. (2527)

259. mál, skattkerfisbreyting

Frsm. 1. minni hl. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Ég vona, að forsrh. hafi ekki misskilið mig. Ég var ekki að hafa neinar aths. uppi við það, að sú brtt., sem ég hef flutt, væri borin upp, heldur að l., Il. og III. liður í ákvæði til bráðabirgða væru sjálffallnir, vegna þess að 7. gr. frv., sem þeir grundvallast á, er þegar fallin fyrr í atkvgr. Þess vegna hefði ég talið eðlilegt, að forseti hefði úrskurðað þessa þrjá rómversku liði, l., II og III, fallna og borið upp brtt. mína við bráðabirgðaákvæðið, sem yrði þá eina bráðabirgðaákvæði frv.