14.03.1974
Neðri deild: 82. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 2825 í B-deild Alþingistíðinda. (2536)

259. mál, skattkerfisbreyting

Frsm. 1. minni hl. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Okkur var ljóst, að ef 7. gr. yrði felld, yrði að gera breytingu á 19. gr. frv., og ég er sammála því, sem hæstv. fjmrh. sagði, að með því að fella 7. gr. frv. hafi ekki verið hugsunin að fella þau lög úr gildi, sem nú gilda um söluskatt, og samhliða lög um greiðslu í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, og mun ég því styðja till. fjmrh.