14.03.1974
Neðri deild: 83. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 2852 í B-deild Alþingistíðinda. (2554)

24. mál, kaupstaðarréttindi til handa Seltjarnarneshreppi

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Ég verð að taka undir við hv. síðasta þm., að mér finnst þetta dálitið einkennileg vinnubrögð. Ég á sæti í félmn. en ég var ekki boðaður á þann fund, sem þetta mál var afgr. á. Ég vissi ekki betur, — ég er þá eitthvað farinn að sljóvgast, — en það hafi verið gengið þannig frá þessu, þegar við sendum þetta til réttarfarsnefndar, að við skoðuðum þetta mái allt saman í heild. Nú hefur það verið gert, og það kemur umsögn frá réttarfarsnefnd, sem mér skilst, að hafi verið neikvæð og þar var lagt til, að ekki neitt af þessu yrði samþ. En hvernig sem þessi mál yrðu afgreidd öll, átti að líta á málið í heild. (Gripið fram í.) Ja, það þykir mér dálítið einkennilegt. Hvers vegna er þá þetta mál tekið hér út úr? Hvers vegna?

Ég vil nú vænta þess, að þetta mál nái ekki fram að ganga öðruvísi en hin málin séu skoðuð og þau verði samferða, en ekki höfð þessi vinnubrögð.

Ég ætla að endurtaka, að þetta er vandamál, og það er ekki neitt sérstakt fyrir Seltjarnarnes, það er ekki frekar réttlætismál, að þeir fái þessi réttindi, ef aðrir eiga ekki að fá þau. Og þar sem ég átti ekki kost á því að fjalla um þetta mál í n., var ekki boðaður á fundinn, óska ég eftir því, að þessu máli verði frestað og málin tekin öll fyrir og rædd og við komumst að niðurstöðu.