15.03.1974
Efri deild: 80. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 2867 í B-deild Alþingistíðinda. (2577)

46. mál, jarðalög

Frsm. minni hl. (Steinþór Gestsson):

Herra forseti. Ég verð að segja það, að mér finnst það ekki með ólíkindum, þó að þessi till. sé komin hér fram. Hér liggur fyrir til umr. frv. til l., sem ég fæ ekki betur séð en að flokki eignir manna úti um land í annan flokk en eignir í þéttbýli, sem sagt, eignarrétturinn er annars fokks, þar sem ekki eru skipulagsskyldir staðir. Það er þess vegna alveg nákvæmlega í sama dúr og þessi till. hv. 4. þm. Norðl. v., sem gengur í sömu átt. Ég er andvígur frv., eins og það liggur hér fyrir, og mun greiða atkv. á móti því, og á sama hátt mun ég greiða atkv. á móti þessari till., sem hv. þm. hefur borið hér fram. Umr. (atkvgr.) frestað).