20.03.1974
Efri deild: 84. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 2972 í B-deild Alþingistíðinda. (2653)

249. mál, Landsvirkjun

Frsm. (Steingrímur Hermannsson):

Herra forseti. Iðnn. hefur haft til meðferðar frv. til l. um breyt. á l. nr. 59 frá 20. maí 1965, um Landsvirkjun o.s.frv., á þskj. 432. Þetta frv. er að sjálfsögðu sprottið af þeirri þörf, að Landsvirkjun fái lánsfé vegna virkjunarframkvæmda við Sigöldu. Í því felst heimild til ríkissjóðs að lána Landsvirkjun allt að 350 millj. kr. með þeim kjörum, sem fjmrh. ákveður, og er það í samræmi við fyrri heimildir, m.a. vegna virkjunar Landsvirkjunar í Þjórsá við Búrfell á sínum tíma. N hefur orðið sammála um að mæla með frv. þessu óbreyttu, eins og fram kemur á þskj. 504. Einn nm., Geir Hallgrímsson, var fjarverandi við afgreiðslu málsins.