21.03.1974
Neðri deild: 88. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 3039 í B-deild Alþingistíðinda. (2710)

201. mál, kosningar til Alþingis

Frsm. (Svava Jakobsdóttir):

Herra forseti. Frv. þetta fjallar um rýmkun á ákvæðum varðandi utankjörfundakosningar. Við 1. umr, þessa máls beindi hv. 4. þm. Austf. þeim tilmælum til n., að hún athugaði, hvort þörf væri á breytingum á kjörgögnum jafnframt. N. varð sammála um, að aths. þessa hv. þm. væru fyllilega réttmætar og ástæða til þess að athuga það mál. En með tilliti til þess, að frv. það, sem hér er til umr., hefur þegar hlotið afgreiðslu í hv. Ed. og nauðsyn ber til, að það verði að lögum á þessu þingi, urðu nm. ásáttir um, að þetta atriði yrði að bíða betri tíma. N. leggur því til, að frv. verði samþ. óbreytt.