25.03.1974
Neðri deild: 89. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 3095 í B-deild Alþingistíðinda. (2759)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Gils Guðmundsson):

Ég vil vekja athygli á því, að þessar umr. utan dagskrár hafa nú staðið nokkuð á aðra klukkustund, og ég hygg, að flestir þingflokkar hafi boðað þingflokksfundi nú kl. 16.30. Hins vegar er óneitanlega eðlilegt, að um slíkt stórmál geti orðið nokkrar umr. hér utan dagskrár. En ég býst við því, að það sé varla um annað að ræða en fresta senn þessum umr., ef þeim getur ekki lokið tiltölulega fljótlega, en 5 hv. þm. eru þegar á mælendaskrá, og verður þessum umr. nú haldið áfram eitthvað enn.