28.03.1974
Efri deild: 92. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 3232 í B-deild Alþingistíðinda. (2902)

289. mál, lántökuheimild fyrir ríkissjóð

Frsm. (Ragnar Arnalds):

Herra forseti. Fjh: og viðskn. hefur fjallað um frv. til l. um lántökuheimild fyrir ríkissjóð, en frv. þetta heimilar fjmrh. að gefa út ríkisskuldabréf allt að 600 millj. kr. og framselja þau Viðlagasjóði í því skyni að verðtryggja bætur, sem eigendur húsa, sem annaðhvort hafa eyðilagst eða orðið óíbúðarhæf í Heimaeyjargosi. Nefndin ræddi þetta mál ásamt fjh.- og viðskn. Nd. á fundi sínum í morgun, þar sem mættir voru til viðtals Helgi Bergs, form. stjórnar Viðlagasjóðs, og Björn Tryggvason aðstoðarbankastjóri Seðlabankans, en báðir gáfu ýmsar upplýsingar um málið. Fundur fjh.- og viðskn. Ed. var þó ekki lögformlegur vegna fámennis á fundinum í morgun, en á fundi, sem haldinn hefur verið síðan málinu var vísað til n., var samþ. einróma að mæla með samþykkt frv.

Björn Jónsson, Páll Þorsteinsson og Geir Hallgrímsson voru fjarstaddir afgreiðslu málsins.