02.04.1974
Sameinað þing: 72. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 3327 í B-deild Alþingistíðinda. (3015)

419. mál, flugvöllur í Grímsey

Fyrirspyrjandi (Halldór Blöndal):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðh. svör hans, sem mér virðast fullnægjandi. Þær framkvæmdir, sem eru fyrirhugaðar í Grímsey í sumar með þessum flugbrautarjárnum, eiga að tryggja það, að flugvöllurinn lokist ekki af völdum aurbleytu á næsta vetri. Hins vegar vil ég leggja áherslu á það í þessu sambandi, að þótt þetta sé til bóta nú í bili, verður að sjálfsögðu einnig að hyggja að því, að flugvöllurinn í Grímsey verði bættur til frambúðar, og það er rétt, sem hæstv. ráðh. sagði, að til þess er ekki fé á fjárlögum, eins og sakir standa. En það þarf að sjálfsögðu að bæta úr því og sjá til þess, að flugvöllurinn þar verði bættur og betur undirbyggður, eins og hann gat um.