02.04.1974
Sameinað þing: 72. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 3342 í B-deild Alþingistíðinda. (3032)

422. mál, dreifing sjónvarps

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Erindi mitt hingað í ræðustólinn er að spyrjast fyrir um það hjá hæstv. menntmrh., hvort það hafi komið til tals eða hvort það sé í undirbúningi af hálfu ríkisstj. að gera ráðstafanir til þess, að sjónvarp náist til bátaflotans hringinn í kringum landið. Þetta er mikið hagsmunamál sjómanna, og eins og okkur er kunnugt, er það æ algengara, að sjónvarpstæki séu í bátum. Erindi mitt er að spyrjast fyrir um það, hvort nokkuð hafi gerst í því máli.