04.04.1974
Neðri deild: 100. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 3502 í B-deild Alþingistíðinda. (3117)

9. mál, grunnskóli

Gylfi Þ. Gíslason:

Herra forseti. Ég get ekki stillt mig um að vekja athygli á því, að þessi atkvgr., sem hér fer nú fram, er enn ein sönnun þess, að hæstv. ríkisstj. hefur ekki starfhæfan meiri hl. í hv. þd. Margar greinar þessa merka frv. hefðu fallið, ef þm. Alþfl. hefðu ekki greitt þeim atkv., og frv. þannig breyst svo gífurlega, að í raun væri það í heild fallið og stjórnin hefði orðið að taka það til baka. Þetta eru svo athyglisverðir atburðir, að á þeim verður að vekja athygli. Flokkur minn styður frv. og hefur stutt meginatriði þess, og í samræmi við það segi ég já um þessa brtt.