06.11.1973
Sameinað þing: 13. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 395 í B-deild Alþingistíðinda. (325)

357. mál, framkvæmdir Vegagerðar ríkisins

Fyrirspyrjandi (Helgi F. Seljan):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. samgrh. svörin. Ég lagði áðan á það áherslu, að Vegagerðin hefði á því möguleika á hverjum tíma að sinna sem flestum af þeim verkefnum, sem fyrir henni lægju, og vil endurtaka það og eins, að vélakostur Vegagerðarinnar sé á hverjum tíma við það miðaður, að hvort tveggja, bæði smærri verkefni og viðhald, svo og stærri verkefni, sé auðleysanlegt fyrir Vegagerðina. Ég lýsi yfir ánægju minni með það, ef Vegagerðin stefnir mjög eindregið að því að hafa til staðar tæki til nauðsynlegs viðhalds og til snjóruðnings. Það er svo annað mál, og þar kann að hafa valdið einhver óeðlilegur fjárskortur. Svo mikið er vist, að í þeim landshluta, þar sem ég þekki best til, hefur mjög á skort ein mitt, að þessi tæki væru nægileg til þess að sinna þeim verkefnum, sem þar hafa á knúið.