19.04.1974
Neðri deild: 109. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 3795 í B-deild Alþingistíðinda. (3330)

183. mál, stjórnarskipunarlög

Frsm. (Pétur Pétursson):

Herra forseti. Allshn. skilar sameiginlegu nál. á þskj. 669 varðandi frv. til stjórnskipunarlaga. N. ræddi frv. á nokkrum fundum sinum og ræddi m.a. við hæstv, forseta Sþ. um þetta mál. Það er skoðun n. eftir að hafa rætt það nokkuð, að hér sé um málefni að ræða, sem sé eðlilegt, að sú n., sem starfar að endurskoðun stjórnarskrárinnar, fái til meðferðar í þeirri athugun, sem sú n. er nú að vinna að; enda hefur form. hennar lýst yfir, að hún muni fjalla um þetta mál ásamt öðrum. Það er því till. n., að frv. verði vísað til hæstv. ríkisstj. á þessu stigi, og hún telur eðlilegt, að þetta stórmál, sem n. að öðru leyti hefur ekki tekið afstöðu til, fari ásamt öðrum málum varðandi stjórnarskrá lýðveldisins til þeirrar n., sem ég talaði um áðan.