23.04.1974
Sameinað þing: 76. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 3851 í B-deild Alþingistíðinda. (3384)

301. mál, rannsóknarstörf prófessora

Fyrirspyrjandi (Karvel Pálmason):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv ráðh. fyrir það, sem búið er af hans svari. Það er rétt hjá hæstv. forseta, að hann hefur notað sinn tíma svikalaust, en mér heyrist hæstv. ráðh, vera að falla í sömu gröf og sumir aðrir ráðh., að það er farið að heyrast æði illa til hans, þannig að það er orðið erfitt að fylgjast með.

En hvað sem því líður, mér heyrist á því, sem ég gat með fylgst af þessum upplýsingum, að það sé nokkrum áfanga í því náð, a.m.k. að koma á blað því, sem gerst hefur innan þessara herbúða á undanförnum áratugum. Ég held, að það væri hollt, ekki aðeins þingheimi, heldur og almenningi, sem vill fylgjast með þessum málum að fá þetta á blað fest þannig að þeir gætu kynnt sér það. Ég óska því eftir því við hæstv, ráðh., að hann komi því, sem eftir er, á framfæri við þingheim, þótt síðar verði.