29.04.1974
Sameinað þing: 79. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 3962 í B-deild Alþingistíðinda. (3515)

121. mál, z í ritmáli

Gils Guðmundsson:

Herra forseti. Ég lít á þetta ágæta setumál líkt eins og spurninguna um botnlangann í mannlegum líkama. Það getur alltaf verið álitamál, jafnvel þó að maður finni dálítið til í botnlanganum, hvenær á að skera hann dr. Hins vegar tel ég það ekkert álitamál, að þegar búið er að skera hann úr, þá er ástæðulaust að fara að græða hann í aftur. Þess vegna segi ég nei.