30.04.1974
Sameinað þing: 80. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 4013 í B-deild Alþingistíðinda. (3631)

Umræður utan dagskrár

Forsrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Ég tek af heilum hug undir þessi síðustu orð, sem Hannibal Valdimarsson mælti hér. Það mun reyna á það innan skamms, að þingið fái að standa andspænis því að gera upp hug sinn til ákveðinna ráðstafana. Það hefur aldrei verið meining mín, og það hafa heldur engir samþykkt, að þing skyldi rofið fyrir 1. júní. Það hef ég ekki sagt. (Gripið fram í.) Það verður ekkert aðgerðaleysi í stjórninni af minni hálfu, það stendur þá á öðrum.