30.04.1974
Sameinað þing: 80. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 4015 í B-deild Alþingistíðinda. (3633)

Umræður utan dagskrár

Karvel Pálmason:

Herra forseti. Ég uni því illa, að hæstv. iðnrh. lýsi því hér yfir í ræðustól á Alþ., að a.m.k. annar ráðh. SF sé ósannindamaður að því, sem hann sagði í morgun. Og þegar ég segi annar, þá segi ég það vegna þess, að ég átti tal við þennan ráðh. í morgun, þ.e.a.s. Björn Jónsson félmrh., og hann lýsti því yfir, að ráðh. Samtakanna hefði ekki gefið neitt samþykki í ríkisstj. fyrir þessari þingrofsbeiðni hæstv. forsrh. Ég hef ekki náð tali af hæstv. menntmrh, og vil því ekki fullyrða neitt frekar á þessu stigi málsins um það, en í þingflokki SF hefur engin heimild verið gefin til þess, að þing yrði rofið og efnt til kosninga í haust. Og ég hef ekki þá reynslu af núv, hæstv. félmrh., að hann fari með það fleipur, að hann sé stimplaður ósannindamaður að því, sem hann hefur sagt siðast í morgun. Þetta fullyrti hæstv. iðnrh., en mér heyrðist hæstv, forsrh. líka taka í sama streng. Ég heyrði því miður ekki orð hans í seinni ræðunni, en ég vænti þess, að hann segi mér, þótt úr sæti sínu sé, hver þau voru. Var þar vitnað í stjórnarskrárheimild eða heimild ríkisstj.? (Forsrh.: Það var vitnað í heimild ríkisstj.) Heimild ríkisstj., já.

Ég tek undir það, sem hér hefur komið fram, — ég sem litt þingreyndum maður veit ekki, hvort það er heimilt að óska þess, að gerðabók þessa fundar í ríkisstj., sem þessir hæstv. ráðh. fullyrða, að á hafi verið samþykkt þingrof og kosningar í haust, eftir henni yrði sent og hún yrði lesin upp hér á þingfundi Alþingis. Ef slíkt er heimilt, þá óska ég eftir því, að það sé gert. Ég uni því ekki, að ráðh, míns flokks séu bornir þeim sökum, að þeir séu ósannindamenn, án þess að hæstv. forsrh, upplýsi, hvað í þessu máli er rétt.

En það kemur mér spánskt fyrir sjónir, að vísu skal það viðurkennt, að ég er ekki reyndur í þessu starfi, — en mér finnst það furðulegt, ef það er talinn eðlilegur framgangsmáti í þessum efnum, að einn ráðh., — eins og hér var orðað áðan: hásetinn á skútunni, ekki sjálfur forsrh., — skuli lýsa því yfir, að ríkisstj. hafi fengið heimild til þingrofs og kosninga. Ég hygg, þó að ég sé kannske litt kunnugur þessum málum, að slíkt hefði varla getað gerst í neinu ríki sjálfstæðu, — að glíkt hefði gerst, að einn af ráðh. úr ríkisstj., óbreyttur ráðh., hefði gefið svona yfirlýsingu án þess að hafa samráð eða samband við hæstv. forsrh. Mér þykir það a.m.k. með ólíkindum, að slíkt gæti gerst. Og þegar hæstv. iðnrh, segir hér áðan, að hann hafi verið að lýsa sínum eigin skoðunum, þá er það marklaust hjal. Hann gaf þá yfirlýsingu í gleði sinni, að því er virtist, að hann gæti með ánægju lýst því yfir, að ríkisstj. væri orðin sammála unn að gefa hæstv. forsrh. þessa heimild. Hann var ekki að lýsa sínum skoðunum. Hann virtist vera að lýsa athöfnum samþykktum, sem hefðu átt sér stað í ríkisstj. Þetta eru ekki hans eigin skoðanir.

Í áframhaldi af þessu vil ég spyrja hæstv. forsrh., af því að hann sagði hér áðan, að hann hefði fengið slíka heimild: Hefur þessi heimild verið samþ. í þingflokki hæstv. forsrh., þingflokki Framsfl.? — Ég hygg, að svo sé ekki. Þetta mun ekki hafa verið borið undir þingflokk Framsfl. Má vera, að hæstv. forsrh., formaður Framsfl., hafi það vald í sínum flokki, að hann hafi það á hendinni að lýsa yfir samþykki þingflokksins, án þess að bera það undir hann. En ég hygg, að slíkt hafi ekki verið gert. Ég óska eftir því, að hæstv. forsrh., formaður Framsfl., eða hv. 4. þm. Reykv., formaður þingflokks Framsfl., gefi skýringu á því hér, hvort þessi samþykkt hefur verið borin undir eða gerð í þingflokki Framsfl. Ég hygg, að svo sé ekki, og ég held, að það sé rétt. Ég hef a.m.k. grun um það, að allmargir, ef ekki flestir hv. þm. Framsfl. hafi ekki haft hugmynd um þetta. En þrátt fyrir þetta segir hæstv. forsrh., að hann hafi þessa heimild. Ég óska eftir því, að þessu verði svarað hér, Og ef það er leyfilegt samkv. þingsköpum eða þingreglum, þá óska ég eftir því, að fundargerðabók ríkisstj, verði sótt og úr henni lesið af þessum fundi, sem um ræðir.