02.05.1974
Neðri deild: 118. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 4051 í B-deild Alþingistíðinda. (3692)

286. mál, ávana- og fíkniefni

Forsrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Þetta frv. er flutt af heilbrmrh., af því að þetta mál heyrir undir hann, en þar sem þessi frv., sem ég hef mælt hér fyrir síðast, eru fylgifiskar með þessu frv. og þetta er aðalfrv., tel ég æskilegt, að það fari nú til 2. umr. og til þeirrar n., sem á að fjalla um þessi mál. Um þetta mál er það að segja, að það er samið á vegum heilbr.- og trmrn. í samráði við dóms- og kirkjumrn. og hegningalaganefnd og m.a. með væntanlega aðild að tilteknum alþjóðasamningi um þessi efni í huga. Fylgja ítarlegar skýringar við einstakar greinar með frv., og ég sé ekki ástæðu til að rekja þær, en leyfi mér í forföllum heilbrmrh. að óska þess, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og allshn.