02.05.1974
Sameinað þing: 82. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 4060 í B-deild Alþingistíðinda. (3701)

Almennar stjórnmálaumræður

Forseti (Eysteinn Jónsson):

Umr. fer þannig fram, að hver þingflokkur fær til umráða hálfa klukkustund, auk þess fær 3. landsk. þm., hv. þm. Bjarni Guðnason, utan flokka, til umráða 15 mín. Umferðir verða tvær, 20 mín. í þeirri fyrri, 10 mín. í þeirri síðari eða 15 mín. í hvorri, ef flokkar kjósa heldur þann hátt.

Röð flokkanna verður þessi: Sjálfstfl., Framsfl., Alþb., Alþfl. og SF. Bjarni Guðnason, hv. 3. landsk. þm., talar síðastur í fyrri umferð. Ræðumenn flokkanna verða: Fyrir Sjálfstfl.: í fyrri umferð 1, þm. Reykn., Matthías A. Mathiesen, og 4. þm. Austf., Sverrir Hermannsson, og í síðari umferð 5. þm. Vestf. Þorv. Garðar Kristjánsson. Fyrir Framsfl.: í fyrri umferð, forsrh. Ólafur Jóhannesson og í síðari umferð utanrrh. Einar Ágústsson og fjmrh. Halldór E. Sigurðsson. Fyrir Alþb.: í fyrri umferð iðnrh. Magnús Kjartansson og í síðari umferð sjútvrh. Lúðvík Jósepsson. Fyrir Alþfl.: í fyrri umferð 7, þm. Reykv., Gylfi Þ. Gíslason, og 1. landsk, þm., Eggert G. Þorsteinsson, og í síðari umferð 8. landsk. þm., Benedikt Gröndal. Fyrir SF: í fyrri umferð menntmrh. Magnús T. Ólafsson og í síðari umferð 3. þm. Vestf., Hannibal Valdimarsson.