02.05.1974
Sameinað þing: 83. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 4114 í B-deild Alþingistíðinda. (3716)

328. mál, afkoma iðnaðarins

Svar:

Hlutur vergs hagnaðar fyrir skatta miðað við vergar tekjur (markaðsvirði) nam 6.5% árið 1971, 6.0% árið 1972 og áætlað 4.8% fyrir árið 1973. Afkoma heimamarkaðsiðnaðar var þó betri hæði árið 1971 og 1973.

Afkoma útflutningsiðnaðar var öll árin verri en að ofan er greint eða 4.7% 1971, 4.4% 1972 og aðeins áætluð 1.9% fyrir árið 1973.

2. Hve miklu nema tollaívilnanir á ári til innlends iðnaðar skv. nýsamþykktum lögum um tollskrá, og hversu miklu nema tollaívilnanirnar á innfluttum erlendum iðnaðarvörum?

Svar: Samkvæmt greinargerð með frumvarpi til laga um tollskrá o.fl., sem afgreitt var sem lög á yfirstandandi þingi, voru áhrif tollalækkunar á vélar og hráefni 325 millj. kr. Frekari lækkanir, sem síðar voru gerðar, voru metnar á 25 millj. kr. Þannig er gert ráð fyrir, að heildarlækkun á vélum og hráefni, sem að langstærstum hluta fellur undir iðnað, hafi numið um 350 millj. kr. Er þá miðað við innflutning frá miðju ári 1972 til miðs árs 1973.

Lækkun tolla á verndarvörum voru áætlaðar nema 235 millj. kr., en lækkun fjáröflunartolla var áætluð um 55 millj. kr.

3. Hversu háum fjárhæðum á ári nema viðbótarálögur ríkisins á iðnaðinn vegna söluskattsog launaskattshækkunar, sem samþ. var á Alþingi í mars s.l.?

Svar: a) Söluskattshækkunin.

Samkvæmt lauslegri áætlun hagrannsóknadeildar Framkvæmdastofnunar námu söluskattskyld gjöld iðnaðar án fiskiðnaðar og álvinnslu m.v. árslok 1973 3736 millj. kr. Ef gengið er út frá að meðalsöluskattsþyngd á árinu 1973 hafi vérið 12.8%, tollalækkanir nemi 350 millj. kr., meðalverðhækkun á hráefni á árinu nemi um 20%, en meðalsöluskattsþyngd verði 116.4% á yfirstandandi ári, þá mun söluskattsskyld gjöld nema 4137 millj. kr. árið 1974. Með sömu forsendum og óbreyttum söluskatti (11+2%) hefði þessi stofn verið um 4050 millj. kr. 1973.

Söluskattshækkunin nemur því 87 millj. kr.

h) Launaskattshækkunin.

Gengið er út frá launaskattsstofni að upphæð 8596 millj. kr. Ef gert er ráð fyrir 40% meðalkauphækkunum fyrir iðnaðinn á árinu 1974 (en þá er gengið út frá lægri kauphækkunum fyrir iðnaðinn en aðra atvinnuvegi og einnig er miðað við kaupgjald 1. apríl 1974), þá þýðir 1% launaskattshækkun 120 millj. kr.

c) Samtals.

Þær hækkanir, sem gerðar voru á sölu- og launaskatti í mars s.l., munu nema um 207 millj. kr. hækkun fyrir iðnaðinn á yfirstandandi ári. Þess ber þó að geta, að á s.l. ári voru endurgreiddar tæplega 35 millj. kr. til útflutningsiðnaðar vegna söluskatts, og ekki er óvarlegt að ráðgera, að þessi upphæð verði um 50 millj. kr. á yfirstandandi ári.